Lýðheilsa
Lýðheilsu er þegar aðgerðir hins opinbera og annarra miðar að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, þjóðfélagshópa og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að efla og bæta lýðheilsu. Mikilvægt er að skapa einstaklingum aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti ásamt því að efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Heilsuefling krefst samræmdra, þverfaglegra aðgerða á samfélagslegum grunni og nær til þátta utan hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu. Forvarnir eru aðgerðir sem beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Þær miða að því að efla heilbrigði, fyrirbyggja sjúkdóma og beita viðeigandi aðgerðum til að greina frávik svo beita megi snemmtækri íhlutun og hindra sjúkdómsþróun og fylgikvilla sjúkdóma sem þegar eru til staðar (Stjórnaráð Íslands, e.d).
Kennsla um tilfinningar og tilfinningalæsi er því beintengt þessu hugtaki og getur stuðlað að bættari lífi og líðan.