Tilfinningar
Tilfinningar
Við könnun á mati mikilvægustu þátta velsældar og lífsgæða íslendinga nefna flestir góða heilsu, gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu, örugga afkomu, öruggt húsaskjól, samskipti við fjölskyldu, vini og samferðarfólk. Allir þessir þættir hafa áhrif á heilsu og líðan einstaklinga. Íslendingar svöruðu með svipuðum hætti og íbúar annarra OECD landa, það er að segja að heilsan var alla jafna í fyrsta sæti en á eftir komu samskipti við fólk, öruggt húsnæði, möguleikinn á að sjá sér og sínum farborða og aðgengi að menntun og atvinnu (Sigríður Haraldsdóttir ofl., 2022).
Tilfinningagreind er tengd sjálfsþekkingu þar sem vitund um eigin tilfinningar, tengsl tilfinninga, hugsana og hegðun er þáttur í að þekkja sig sjálfan. Vegna þess að tilfinningar koma við sögu í nær öllum athöfnum einstaklings og er því mikilvægt að skilja eigin tilfinningar og tengsl þeirra við hegðun okkar og hugsanir. Þó er nauðsynlegt að vera læs á tilfinningar annarra þar sem það auðveldar flest öll samskipti og leyfir okkur að setja okkur í spor annarra (Aldís Yngvadóttir, 2009).
Félagsleg tengsl skipta einstaklinga máli vegna ánægju en einnig sem nauðsynlegan þátt í lífinu þar sem þessi tegund tengsla aðstoðar fólk við ýmis konar áskoranir lífsins. Að mati rannsóknarinnar Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði skiptir töluverðu máli að hafa einhvern til að leita til ef eitthvað kemur fyrir (Stjórnaráð Íslands, 2019).
Tilfinningastjórn
Í Aðalnámskrá grunnskóla (2013) kemur fram í grunnþáttum menntunar að ein af áherslum hennar sé að efla Siðgæðisvitund eða siðvit sem felur í sér að nemendur efli siðferðisþroska sinn og geti þar af leiðandi sett sig í spor annarra. Tilfinningar og reynsla nemenda gegnir lykilhlutverki þar í þróun siðferðiskennd þeirra. Það felur í sér að nemendur tileinki sér hvað telst rétt og rangt, gott og slæmt í breytni fólks. Áhersla er á að nemendur læra að taka siðferðilegar afstöður til álitamála ásamt því að virða rétt hvers og eins í að deila sinni skoðun ásamt því að læra greinarmuninn á jákvæðu og neikvæðu hegðunarmynstri í samskiptum og að hafa getu til að bera virðingu fyrir öðrum. Athafnir sem gefa börnum tækifæri til að þroska tilfinningalæsi sitt, tækifæri til að finna leiðir til að efla tilfinningaheilsu sína, félagsþroska og vellíðan þeirra er lykilhlutverk skólastarfsins í styrkingu þeirra þátta (Blake o.fl., 2007).
Til að öðlast sjálfstjórn þar einskaklingur að læra að stjórna tilfinningum sínum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (1998) hefur bent á að umhyggja og agi fari saman þegar agi er tengdur við innri aga og sjálfstjórn.
Félagsleg meðvitund
Félagslegri meðvitund er hægt að útskýra sem færni til að skilja tilfinningar og sjónarhorn annarra og hafa færni til að sýna samkennd. Það felst í líka í að geta lesið annað fólk (geta metið tilfinningalegan flæði heildar) og samskipti (bregðast við þörfum umhverfis síns, geta greint og sinnt þeim). Hæfileiki í samskiptum stafar af hve tilfinningalæs við erum. Talið er að barn sem búi yfir ríkri tilfinningagreind sé líklegra að þróa með sér dýpri einbeitingu og meiri aga sem gefi af sér hærri ábyrgðarkennd, þannig greind er álitin geta minnkað líkur á hvatvísi, félagslegri vansæld, árásargirni og einmannaleika . Félags- og borgaravitund er því hæfileikinn að geta skilið þarfir, væntingar og áhyggjur einstaklinga í umhverfi sínu. Sú færni er að geta verið næmur fyrir öðrum, tilfinningum þeirra, sýnt áhuga, samkennd og tekið tillit til hegðunar og ólíkra skoðana annarra (Goleman, 2000). Með borgaravitund er átt við viðhorf og hæfni fólks til að vera virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi í samræmi við réttindi sín og skyldur (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013). Samfélagið sem við lifum í dag í er hratt og sístækkandi, því er mikilvægt að áhersla sé í skólastarfi á félags- og tilfinningalæsi þar sem að börn með ríka tilfinningagreind vegnar farsælla í lífinu, eru færari í erfiðari verkefnum tengt félagslegum samskiptum, sterkari færni í að setja sig í spor annarra, næmari fyrir annarra manna tilfinningum og samkennd.
Lykilhæfni tengd tilfinningum
Í lykilhæfni aðalnámskrárinnar er sú hæfni nemenda í að tjá eigin hugsanir, tilfinningar og skoðanir munnlega, skriflega sem og á aðra vegu. Einnig felst þessi hæfni í að miðla þekkingu, leikni sinni, geta verið skýr og áheyrileg í framsögn ásamt getunni í að taka þátt í samræðum og rökræðum.
Menntagildi lykilhæfninnar snýr að því að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, undirbúa þá til virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi, getuna til að nýta eigin styrkleika til náms á hærra skólastigi ásamt starfsþróunar.
Skilgreiningar hæfniviðmiða lykilhæfnia alls náms frá upphafi skólagöngu leggur grunn að:
alhliða þroska nemenda
hæfni þeirra til tjáningar
gagnrýninnar hugsunar
samstarfs við aðra
sjálfsþekkingar
ábyrgðar og sjálfstæðis
frumkvæðis og skapandi hugsunar
Þessir þættir eru meðal þeirra þátta sem leggja grunninn að heildstæðri almennri menntun alla ævi (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013).