Námsefnið Skapsmunir

Félags- og tilfinningalæsi

Almenn menntun hefur leiðarljós að því að styrkja sjálfsskilning nemenda ásamt hæfni þeirra til að
leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Nefnir námskráin að auki að hæfni sé meira en þekking og leikni, í
henni sé einnig viðhorf og siðferðisstyrkur, tilfinningar og sköpunarmáttur, félagsfærni og
frumkvæði. Nemandi þarf því að búa yfir þekkingu og leikni en einnig hafa getu til að geta aflað sér
nýrrar þekkingar, færni og hæfni, greint hana og miðlað. (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013).

Í Aðalnámskrá grunnskólanna í kafla um almenna menntun (Aðalnámskrá, 2011) kemur fram að skólar
þurfi þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska
og heilbrigði frá ýmsum hliðum
. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru:
- jákvæð sjálfsmynd.
- Hreyfing
- næring
- hvíld
- andleg vellíðan
- góð samskipti
- öryggi
- hreinlæti
- kynheilbrigði
- skilningur á eigin tilfinningum og annarra

Ekki þarf að vinna tilfinningarnar í neinni sérstakri röð.

Markmið verkefna

Færni nemenda í eftirtekt eigin tilfinninga. Leikni nemenda í að geta rætt saman um eigin tilfinningar og annarra af virðingu og sanngirni. Getu í að hlusta. Tjá skoðanir sínar og færa rök fyrir máli sínu. Leikni nemenda í að teikna út frá eigin hugmynd tengt umræðuefnis. Leikni nemenda í að teikna án fyrirmyndar.