Ragnar
Birkir Bjarkarson
Skapsmunir - M.Ed verkefni júní 2025
Leiðarljós í M.Ed ritgerð minni Skapsmunir er tilfinningalæsi, tilfinningar, styrkleikar og velferð barna. Í raun mætti segja að þetta sé framhalds verkefni af B.Ed verki mínu Sterkari til framtíðar (2023). Eru því verkefni sem lögð voru fyrir nemendur ásamt aukinni fræðslu hjá höfundi með áherslupunkt á þeim punktum.
Tilefni þessa lokaverkefnis er upplifun mín á þörf á félags- og tilfinninganámi aðgengilegum verkefnabanka fyrir myndlistarkennara og annarra sem vinna með sköpun í kennslu með börnum. Höfundur er starfandi umsjónarkennari á yngsta stigi og hefur upplifað á eigin skinni þann tíma sem fer í gagnaleit við undirbúning kennslu og telur að tímaleysi kennara geti stuðlað að því að almennir kennarar veigri sig fyrir því að samþætta sköpun við önnur námsfög vegna þess. Með aðgengilegum verkefnabanka tel ég götu þeirra greiðari fyrir að vera opnari í kennslu samþættingu sinni.
Vefsíða er í vinnslu og er síðan hugsuð sem lifandi verkefni og í stöðugri hugmynda og þróunarvinnu.
Höfundur er umsjónarkennari á yngsta stigi grunnskóla og nemi við Háskóla Íslands. Vefsíða þessi er hluti af M.Ed verkefni ásamt því að vera hugarfóstur höfunds í að byggja gagnabanka sem inniheldur verkefni fyrir kennara. Námsefni og stuðningsefni sem auðvelt er að nálgast, vinna með sem og kennslukveikjum tengd verkefnum.