Sjálfsmyndin
Í bókinni Ég og sjálfsmyndin er bent á að Aðalnámskrá grunnskóla (2013) geri ráð fyrir að er nemendur klára sjöunda bekk ættu þeir að búa yfir getunni að geta lýst sér sjálfum sem og áhrifaþáttum á eigin sjálfsmynd. Þáttum úr umhverfi sínu og menningu. Nemandi á að búa yfir getu til að greina eigin styrkleika og veikleika. Hann á að geta lýst, upplýst af eigin þekkingu, dregið fram eigin færni, hugrenningar, viðhorfum ásamt því að geta tjáð tilfinningar sínar á viðeigandi hátt í ólíkum aðstæðum. Nemandinn á að geta lært af mistökum sem og nýtt sér óvæntar útkomur í verkefnavinnu á frjóan veg (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013). Þessi bók er gott dæmi um þverfaglegt kennsluefni í samfélags- og náttúrufræðigreinum sem leggur áherslu á í eflingu sjálfsmyndar og félagsþroska nemenda (Sigríður Steinunn Karlsdóttir, 2022).
Aðalnámskrá grunnskóla
Í öðrum kafla Aðalnámskrár grunnskóla er fjallað um námshæfni, í henni felst skilja eigin getu, þætti sem þarf að styrkja ásamt því að búa yfir kunnáttu í ákvarðanatöku út frá þeirri þekkingu. Kemur einnig fram að hæfni nemenda í námi kemur af eðlislægri forvitni, áhugahvöt nemendans, eiginleikann til að nýta hæfni sína uppbyggilega í ólíkum verkum og trú á eigin getu.
Sjálfsmat og sjálfsmat ungmenna
Styrking sjálfsmats er verkefnavinna út ævina, Í grunnskólastarfi vega kennarar mikið í að aðstoða, þjálfa og ýta undir að nemendur eignist meiri trú á eigin sjálfi og getu. Með ýmsum verkefnum tel ég raunhæft að mögulegt sé að halda við, auka eigin greiningar hæfileika nemenda á getu sinni, styrk, hæfni og framtíðarsýn. Með færniþjálfun sem þessari trúi ég að við eflum þjóðfélag okkar með útskrift einstaklinga af fyrsta skólastiginu getumeiri í eigin styrk- og veikleika ásamt því að hafa sterkari framtíðarsýn.
Grein Ársæls Más Arnarssonar, Sigrúnar Daníelsdóttur og Rafns Magnúsar Jónssonar (2020) sem fjallar um samskiptamyndun við kennara og nemendur ásamt ánægju í skólastarfi sé samtengt í farsæld sjálfsmynd nemenda tel ég mjög réttmæta.
Eisner fjallar um að mögulegt sé að útbúa kringumstæður sem draga úr og jafnvel drepa mátt sköpunar, hann tók fram að líka sé hægt að hlúa og ýta meira undir hann. Kringumstæður sem ýta undir sjálfstraust nemenda og ánægju sem vellíðan í samskiptum við aðra innan skólabyggingarinn hjálpar til við frakvæmd á kjöraðstæðum í nýtingu sköpunargleði og hæfileika. Orð Eisner hafa sýnt mér og gefið mér upplifun í vinnu með nemendum þar sem skilningur og svo skilningsleysi var, útkoman var gjörólík (Eisner, 2002).
Mihaly Csikszentmihalyi (1997) og flæðiskenning hans er ákveðinn áttaviti í lífi mínu en kenning hans lætur okkur oft á tíðum ferðast um í ólíkar og jafnvel misgáfaðar áttir eftir skilningi okkar, en er við náum að hvíla og gleyma okkur í því sem við erum að takast á við þá ferðast hann Mihaly með okkur.
Kenningar Gardners (1993), Csikszentmihalyi (1997), Eisners (1998) og Dewey (2000) hafa mótað mig í hlutverki mínu sem kennara. Kenningar þeirra og áherslur hafa að mati mínu gert kennsluhættina mína opnari ásamt því að vera töluvert meira skapandi. Flæðiskenning Csikszentmihaly er ávallt í huga mér en einnig leiðarljós þegar kemur að skapandi kennslu. Í námsaðstæðum sem ég vil ýta undir er að draga aðstæður fram þar sem nemendur gætu gleymt sér í tíma og rúmi meðan þeir takast á við krefjandi ánægjuleg viðfangsefni.