Andleg heilsa

Til eru margar skilgreiningar á góðri geðheilsu en flestar þeirra snúa að því að fólk sé:

  • sátt við sig sjálft

  • umhverfi sitt

  • upplifi jafnvægi

  • öruggt og ánægt í lífi og starfi

  • búi yfir færni til að takast á við ýmsar áskoranir

  • sé fært um að aðlagast breytilegum aðstæðum.

Góð geðheilsa táknar að okkur líði yfirleitt vel, séum með jákvætt viðhorf til okkar sjálfra og búum yfir færni í myndun innihaldsríkra tengsl við aðra. Að við þekkjum eigin styrk- og veikleika og nýtum þá til að draga fram það besta í okkur sjálfum.

Þekkjum og viðurkennum eigin tilfinningar ásamt því að vera fær um að setja okkur í spor annarra og sýna samkennd. Að vera fær um að mæta erfiðleikum af þrautseigju og gefast ekki upp þó þeir taki á. Færni í að njóta lífsins og upplifa gleði í því sem lífið hefur upp á að bjóða.

Að hafa geðheilsu þýðir samt ekki að líða aldrei illa eða hafa engin vandamál. Lífið er ekki alltaf auðvelt og er eðlilegt að slæmir dagar geta komið, það kemur með því að vera manneskja. En með góðri geðheilsu eigum við töluvert fleiri góða daga, léttara er að takast við þá erfiðu og getum upplifað ánægju lífsins þrátt fyrir þá (Heilsuvera, e.d)

Previous
Previous

Samskipti

Next
Next

Lýðheilsa