Félagsleg og tilfinningaleg hæfni

Nám sem tengist félagslegri og tilfinningalegri hæfni 

Félags- og tilfinningahæfni er dregið af enska hugtakinu SEL sem er Social and emotional learning (SEL). Hugtakið kom fyrst fram 1994 í Bandaríkjunum. Höfuðáhersla SEL er  að ákjósanlegustu námsaðstæður séu í hvetjandi og umhyggjusömu námsumhverfi sem byggt er upp af jákvæðum samböndum milli kennara og nemanda. Ýmsir þættir tengjast félagslegri og tilfinningalegri hæfni nemenda.

Viðmiðunarrammi sem þróaður var af CASEL samtökunum sem var hópur sjálfboðaliða sem samanstendur af vísindamönnum og kennurum (2003) bendir á að áherslur valdeflandi náms (mynd 1) skuli kjarnast um sjálfsmynd, stjórn á eigin tilfinningum, félagslega meðvitund, hæfni í félagslegum samskiptum og meðvitaða ákvörðunartöku.  

Í skýrslu Embætti landlæknis sem fjallar um stöðu geðræktar, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólastarfi er dregið fram að auka þurfi markvisst nám í félags- og tilfinningahæfni (Embætti landlæknis, 2019). Einstaklingar sem ekki hafa færni í að kljást við eigin líðan, áskoranir og halda jákvæðum samböndum eru taldir eiga minni möguleika í að ná velferð í lífinu (Roffey, 2011). Skilgreining á velferð skiptist í nokkra þættir svo sem líkamlega, félagslega og sálfræðilega (Pollard og Lee, 2003). Þegar rætt er um að meta velferð einstaklinga þá er vert að fjalla um alla þætti þess sem eru álitnir lykilhæfni SEL: 

  • Sjálfsmeðvitund (e. self-awareness) 

  • Sjálfsstjórn (e. self-management) 

  • Félagsleg vitund (e. social awareness) 

  • Samskiptahæfileikar (e. relationship skills) 

  • Ábyrg ákvarðanataka (e. responsible decision making)  

Next
Next

Samskipti