Hæfniviðmið

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

  • nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar,

  • skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,

  • tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt,

  • útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki,

  • unnið út frá kveikju við eigin listsköpun,

  • þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni,

  • fjallað um eigin verk og annarra,

  • þekkt og gert grein fyrir völdum verkum listamanna. Lýst þeim og greint á einfaldan hátt yrkisefnið og lýst þeim aðferðum sem beitt var við sköpun verksins,

  • greint að einhverju leyti á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka,

  • greint á einfaldan hátt áhrif myndmáls í nærumhverfi hans,

  • skilið mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar.

Previous
Previous

Almenn menntun

Next
Next

Markmið verkefna