Samþætting

Hæfniviðmið verkefnanna í íslensku, samfélagsgrein, myndlist og upplýsingatækni 

Í Aðalnámskrá grunnskólanna í kafla um almenna menntun (Aðalnámskrá, 2011) kemur fram að skólar þurfi þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúið að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: 
- jákvæð sjálfsmynd. 
- Hreyfing 
- næring 
- hvíld 
- andleg vellíðan 
- góð samskipti 
- öryggi 
- hreinlæti 
- kynheilbrigði 
- skilningur á eigin tilfinningum og annarra 
Almenn menntun hefur leiðarljós að því að styrkja sjálfsskilning nemenda ásamt hæfni þeirra til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Nefnir námskráin að auki að hæfni sé meira en þekking og leikni, í henni sé einnig viðhorf og siðferðisstyrkur, tilfinningar og sköpunarmáttur, félagsfærni og frumkvæði. Nemandi þarf því að búa yfir þekkingu og leikni en einnig hafa getu til að geta aflað sér nýrrar þekkingar, færni og hæfni, greint hana og miðlað. (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013). 

Hæfniviðmið verkefna sem lögð voru fyrir nemendur í verkefninu eru að nemandi geti: 

- tjáð hugsanir og skoðanir sínar og sett þær fram á viðeigandi hátt 
- hlustað eftir upplýsingum og rökum í samræðum, 
- lagað tjáningu sína að viðmælendum og notað algengan orðaforða sem tengist umfjöllunarefni hverju sinni, 
- gert grein fyrir hugsunum sínum, skoðunum og þekkingu á þann hátt sem við á hverju sinni. 
- nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar, 
- tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt, 
- unnið út frá kveikju við eigin listsköpun, 
- fjallað um eigin verk og annarra 

Þar sem verkefnið er þverfaglegt eru hæfniviðmið nokkurra námsgreina sem eru samfélagsgreinar, íslenska og myndlist dregin upp hér til að sýna hve mikil tenging er í raun við flest allar námsgreinar þegar kemur að tilfinningalæsi og undirþáttum þess. 

Hæfniviðmið í íslensku 

Í talað mál, hlustun og áhorf kemur fram að hlustun sé stór þáttur í mannlegum samskiptum og að mikilvægt sé að nemendur læri að hlusta á aðra og taka tillit til skoðana þeirra í umræðum og rökræðum. Við lok 4. bekkjar á nemandi að geta meðal annars samkvæmt talað mál, hlustun og áhorf: 

    • beitt skýrum og áheyrilegum framburði, 

    • tjáð sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu 

    • sagt frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri, endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið, 

    • nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi, 

    • átt góð samskipti, hlustað og sýnt kurteisi

Hæfniviðmið í myndlist 

Í menntagildi og megintilgang list- og verkgreina (Aðalnámskrá, 2011) er því lýst að menntun í list- og verkgreinum getur stuðlað að bættu siðferði ásamt þjóðfélagslegri ábyrgð nemenda. Er því haldið fram að þær séu vettvangur menntunar til sjálfbærni þar sem nemendur vinna með samábyrgð, tilfinningar sínar og annarra, samhengi við aðra menningarheima og eigið umhverfi og náttúru. En það er grunnur að velferð nemenda og virkni í mótun samfélagsins. Kemur fram að við lok 4. bekkjar á meðal annars nemandi að geta: 

  • nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar 

  • skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum 

  • tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt 

  • unnið út frá kveikju við eigin listsköpun 

  • fjallað um eigin verk og annarra 

Að beina tjáningu nemenda á þá leið sem hentar þeim eflir námsefni sem þetta að bættari sjálfsmynd ogdýpri þekkingu á tilfinningum og tilfinningalæsi. 

Hæfniviðmið í Upplýsingatækni 

Setja inn efni um hæfniviðmið námsgreinar og tengja við félags- og tilfinningalæsi. 

Hæfniviðmið í samfélagsgreinum 

Menntagildi samfélagsgreina er falið í því að þroska hæfni nemenda til að eiga í innihaldsríkum samskiptum við aðra. Sú hæfni á sér þrjár rætur: 

  • í tengslum við aðra sem þegar eru mótuð, svo sem innan fjölskyldunnar. 

  • í tengslum við sjálfa(n) sig. 

  • í myndun nýrra tengsla við aðra við breytilegar aðstæður hvers kyns félagslífs. 

Hæfniviðmið samfélagsgreina eru tengd grunnþáttum menntunar og skiptast í þrjá flokka, reynsluheim, hugarheim og félagsheim.

Markmið þeirra er að leitast þau við að mæta áhersluþáttum grunnskólalaga og aðalnámskrár. Í Reynsluheim, umhverfi, samfélag, saga, menning: Hæfni nemenda til að skilja veruleikann er stefnt á að nemandi geti meðal annars við lok 4. Bekkjar: 

  • borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og sáttfýsi 

  • rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi 

  • velt fyrir sér upplýsingum, gildi þeirra og áreiðanleika, 

  • sagt frá völdum þáttum og tímabilum í sögu fjölskyldu og heimabyggðar, 

  • áttað sig á að trúar- og lífsviðhorf fólks birtast í mismunandi viðhorfum, siðum og venjum 

  • áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna 

  • bent á dæmi um lýðræðislega þætti í nærsamfélaginu 

  • áttað sig á gildi samhjálpar í samfélaginu 

  • áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi 

Í hugarheim, sjálfsmynd:

Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum er nefnt að nemandi eigi að geta meðal annars við lok 4. bekkjar: 

  • Sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venju. 

  • Bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda fyrir sig sjálfan. 

  • Gert sér grein fyrir hvar hans eigin styrkur liggur. 

  • Nefnt fyrirmyndir sem hann lítur upp til. 

  • Gert sér grein fyrir og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem reiði, sorg eða gleði. 

  • Sett sig í spor jafnaldra sinna

  • Séð og skilið jafngildi sitt og annarra manna. 

    Í félagsheim, samskipti:

    Hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra á nemandi að 
    geta meðal annars við lok 4. bekkjar: 

    • tekið þátt í samstarfi og samræðum í jafningjahópi, 

    • áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og ber virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og 
      lífsháttum, 

    • hlustað á og greint að ólíkar skoðanir, 

    • rætt um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni, 

    • tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti, 

    • áttað sig á gildi jafnréttis í daglegum samskiptum, 

    • sýnt tillitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra, 

    • áttað sig á ýmiss konar afleiðingum athafna sinna, 

    • sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks, skráðar og óskráðar, og nefnt dæmi um slíkar reglur, 

    • sýnt tillitssemi og umhyggju í leik og starfi. 

Next
Next

Almenn menntun